top of page
Svanurinn
Við æfum reglulega og skemmtum okkur saman.
Flottur félagsskapur
Lúðrasveitin Svanur var stofnuð árið 1930 af áhugamönnum. Í dag eru starfandi í Svaninum um 40 félagar á aldinum 15-60 ára. Svanurinn æfir á mánudögum kl. 20:00 í æfingarhúsi sveitarinnar að Þönglabakka 4 í Mjódd. Ef þú hefur áhuga og kannt skalana eða vantar meiri tónlist í lífið hafðu þá endilega samband við okkur!
Markmið Lúðrasveitarinnar Svans er að vera í fararbroddi íslenskra lúðrasveita, vera með öfluga og lifandi lúðrasveit sem er í senn góð viðbót í menningarflóru borgarinnar og skemmtilegur félagsskapur fyrir fólk á öllum aldri.
bottom of page